GLS Ráðstefna í beinu streymi - þar sem þú vilt

taktu stöðu með
bjartari framtíðarsýn

1 dagur . Beint streymi . 9 fyrirlestrar

Ráðstefnan hefst:
Föstudaginn þann 05. nóv. 2021
Image

GLS ráðstefnan

Global Leadership Summit (GLS-ráðstefnan) er innspýting fyrir ferskar hugmyndir, hagnýt skref, grunnreglur forystu og hjartnæma uppörvun.
Þetta er þitt tækifæri til að fá aðgang að ríkulegu innsæi leiðtogans frá heimsklassa fyrirlesurum sem eru reiðubúnir að byggja þig upp og hvetja áfram í leiðangri þínum að betri forystu – hvar sem þú hefur áhrif.

Horfðu heima

Stutt í kaffivélina - og fullt frelsi - hvort sem horft er með fjölskyldumeðlimi eða vini.

Horfðu í vinnunni

Hnipptu í vinnufélaga eða teymið þitt. Gerðu mini-starfsdag / endurmenntun. Hérna vakna hugmyndirnar!

Vertu í hóp /Búðu til hóp

Ertu í karla-/kvennaklúbbi? Ertu í kirkju- eða félagsstarfi? Ertu í hóp með stefnu og markmið. Skerpum fókusinn.

Dagskrá 05. nóv. 2021

05 Nov
.. ..

Streymi opnar

8:30 - 9:00 Tengja sig
Craig Groeshel Craig Groeshel

Að útvíkka leiðtogahæfileika sína

Craig Groeschel er sannkallaður leiðtogi leiðtoga. Hann er stofnandi og prestur Life.Church sem varð í fyrsta sæti yfir bestu litlu og meðalstóru fyrirtækin í Bandaríkjunum til að vinna fyrir árið 2020 skv. Glassdoor.

09:00 - 10:00 Streymi
A.R. Bernard A.R. Bernard

Óvenjuleg forysta

A.R. Bernard er áhrifamikill trúarleiðtogi og hugsjónamaður og leiðir einn stærsta söfnuð í Bandaríkjunum með meira en 40.000 meðlimi. Áður en hann hóf boðunarstarf sitt átti Bernard farsælan feril í fjármálum sem færði honum áhrifavald meðal æðstu leiðtoga í viðskiptalífinu, afþreyingariðnaði og stjórnmálum. 

10:00 - 10:40 Streymi
....... .......

Kaffihlé

10:40 - 11:00 Hlé
Ibukun Awosika Ibukun Awosika

Valið er þitt og aðeins þitt

Ibukun Awosika er frumkvöðull og hefur yfir þriggja áratuga reynslu af stjórnarsetu í stórfyrirtækjum og félagasamtökum víða um heim. Hróður hennar hefur farið víða og var hún m.a. var fyrst íbúa Nígeríu til að hljóta hina virtu International Women Entrepreneurial Challenge viðurkenningu árið 2008 og árið 2020 hlaut hún viðurkenninguna Woman Africa Chairperson frá Forbes. 

11:00 - 11:50 Streymi
Sigríður Indriðadóttir Sigríður Indriðadóttir

Ábyrgðin byrjar hjá mér

Rekur fyrirtækið Saga Competence sem sérhæfir sig í heildstæðri árangursstjórnun einstaklinga og fyrirtækja. Sigríður er fyrirlesari, stjórnendamarkþjálfi og ráðgjafi. Hún býr að víðtækri reynslu úr fyrri störfum, m.a. sem fram­kvæmda­stjóri starfs­manna­sviðs Ísland­s­pósts og mannauðsstjóri bæði hjá Mosfellsbæ og Mannviti.

11:50 - 12:05 Streymi
Malcolm Gladwell Malcolm Gladwell

Brýn mál leiðtogans

Viðurkenndur sem einn af 100 áhrifamestu einstaklingunum af TIME tímaritinu. Malcolm Gladwell er heimsþekktur, fimmfaldur metsöluhöfundur og eftirsóttur hugsuður með sérfræðiþekkingu og praktískar aðferðir í stjórnun, nýsköpun, sögu og leiðtogafræðum. Í gegnum skrif sín og fyrirlestra fer Gladwell með þig í fræðandi leiðangur og skorar á þig að endurhugsa venjur.

12:05 - 12:30 Streymi
....... .......

Hádegishlé

12:30 - 13:30 Hlé
Richard Montañez Richard Montañez

Eignarhald, innblástur og áhrif

Sem húsvörður hjá Frito-Lay, snemma á ferlinum, fékk hann snjalla hugmynd að Flamin´ Hot Cheetos snakkinu, milljarða dollara viðskiptahugmynd. Sem leiðtogi hjá PepsiCo vakti hann athygli fyrir framsýna leiðtogafærni, uppfinningar og skuldbindingu gagnvart fjölmenningu.

13:30 - 14:05 Streymi
Dr.Francesca Gino Dr.Francesca Gino

Hæfileikar uppreisnarmannsins

Dr. Francesca Gino er prófessor við samninga,- stofnana- og markaðsdeild Harvard Business School. Hún er þekkt fyrir rannsóknir og kennslu á afkastahvetjandi, skapandi og innihaldsríku lífi. Hún er eftirsóttur ráðgjafi og fyrirlesari. Meðal fyrirtækja sem hún hefur liðsinnt eru Disney, Honeywell, Novartis, og Bandaríkjaher.

14:05 - 14:45 Streymi
....... .......

Kaffihlé

14:45 - 15:00 Hlé
Guðrún Hafsteinsdóttir Guðrún Hafsteinsdóttir

Taktu áskorun!

Guðrún Hafsteinsdóttir er nýkjörinn alþingismaður í Suðurkjördæmi. Hún hefur lengst af starfað í fjölskyldufyrirtækinu Kjörís, tók þar við stöðu framkvæmdastjóra 23 ára gömul þegar faðir hennar lést en frá 2008 hefur hún verið markaðsstjóri Kjöríss. Guðrún var formaður Samtaka iðnaðarins 2014-2020. Guðrún hefur mikið látið að sér kveða á opinberum vettvangi.

15:00 - 15:20 Streymi
Albert Tate Albert Tate

Finndu þína rás

Albert Tate er stofnandi Fellowship Church, einni hröðustu vaxandi fjölþjóða-kirkju Bandaríkjana. Hann byrjaði þjónustu sína sem forstöðumaður nokkurra fjölskyldna í lítilli heimakirkju í Mississippi og þar á eftir hinni þekktu Lake Avenue Church í Pasadena, Kaliforníu.

15:20 - 16:00 Streymi
.. .. .. ..

Ráðstefnulok

16:00 - 16:00 Ráðstefnulok

Nánar um fyrirlesara GLS árið 2021

Expanding your Leadership Capacity

Stofnandi & prestur í Life Church, Metsöluhöfundur
Fyrirliði og talsmaður GLS.

Craig Groeschel er sannkallaður leiðtogi leiðtoga. Hann er stofnandi og prestur Life.Church sem varð í fyrsta sæti yfir bestu litlu og meðalstóru fyrirtækin í Bandaríkjunum til að vinna fyrir árið 2020 skv. Glassdoor.
Lestu áfram..
Life Church er þekkt fyrir nálgun sína við að nýta nýjustu tækni og er höfundur útbreiddasta Biblíuapps í heimi; YouVersion. Árið 2020 gaf Life.Church þúsundum kirkna ókeypis verkfæri sem hjálpuðu kirkjum að færa samkomur sínar yfir á Netið í heimsfaraldri. Groeschel er gestgjafi Craig Groeschel Leadership Podcast. Nýjasta bók hans, Winning the War in Your Mind: Change Your Thinking, Change Your Life, lenti á metsölulista New York Times.
Image
Craig Groeshel
Image
A.R. Bernard

Extraordinary Leadership

Stofnandi, formaður og prestur, Christian Cultural Center; Rithöfundur

A.R. Bernard er áhrifamikill trúarleiðtogi og hugsjónamaður og leiðir einn stærsta söfnuð í Bandaríkjunum með meira en 40.000 meðlimi. Áður en hann hóf boðunarstarf sitt átti Bernard farsælan feril í fjármálum sem færði honum áhrifavald meðal æðstu leiðtoga í viðskiptalífinu, afþreyingariðnaði og stjórnmálum. 
Lestu áfram..
Bernard hefur komið fram á Fox News, CNN, NBC's Today, MSNBC, CBS News, BET, TBN og Daystar TV. Hann er þáttastjórnandi „The Rev og The Rabbi“. Bernard, sem einnig er M.A. í borgarskipulagi, hefur orðið vitni af því hvernig trú hefur fært von inn í borgarhluta sem áður var litið framhjá. Hann rekur kristna menningarmiðstöð og leiddi þróunarverkefni í samstarfi við Gotham byggingarfélagið til að byggja 2000 íbúðir auk heilsugæslu, fræðslumiðstöðvar, verslana, listamiðstöðvar og félagsþjónustumiðstöðvar. Hugsjónir hans og sýn má finna í bókunum Happiness Is…Simple Steps to a Life of Joy og Four Things Women Want from a Man.

Only You Can Choose

Stjórnarformaður í First Bank Nigeria Limited; Stofnandi og frkv.stj. í The Chair Centre Group

Ibukun Awosika er frumkvöðull og hefur yfir þriggja áratuga reynslu af stjórnarsetu í stórfyrirtækjum og félagasamtökum víða um heim. Hróður hennar hefur farið víða og var hún m.a. var fyrst íbúa Nígeríu til að hljóta hina virtu International Women Entrepreneurial Challenge viðurkenningu árið 2008 og árið 2020 hlaut hún viðurkenninguna Woman Africa Chairperson frá Forbes. 
Lestu áfram..
Awosika var formaður bankaráðs First Bank of Nigeria Limited, sem er stærsti banki Nígeríu. Hún er með MBA og gráðu í efnafræði. Hún hefur mikinn áhuga á samfélagsmálum, m.a. stöðu kvenna og hefur látið til sín taka á þeim vettvangi. Awosika er einnig vígður prestur og stofnandi Christian Missionary Fund sem styður við kristniboða í Nígeríu með því að útvega þeim tæki og búnað fyrir heilsugæslur og skóla.
Image
Ibukun Awosika
Image
Malcolm Gladwell

The Urgency of a Leader

Þáttastjórnandi Revisionist History podcast; Rithöfundur hjá The New Yorker; áður Fréttamaður Vísinda og Lyfja hjá The Washington Post; Metsöluhöfundur

Viðurkenndur sem einn af 100 áhrifamestu einstaklingunum af TIME tímaritinu. Malcolm Gladwell er heimsþekktur, fimmfaldur metsöluhöfundur og eftirsóttur hugsuður með sérfræðiþekkingu og praktískar aðferðir í stjórnun, nýsköpun, sögu og leiðtogafræðum. Í gegnum skrif sín og fyrirlestra fer Gladwell með þig í fræðandi leiðangur og skorar á þig að endurhugsa venjur.
Lestu áfram..
Fastráðinn penni hjá The New Yorker síðan 1996 og gestgjafi í vinsælu podcasti, Revisionist History, þar sem hann endurskoðar og ræðir atburði fortíðar frá öðrum sjónarhornum og leiðréttir misskilda atburði. Nýjasta bók hans 'Talking to strangers: What we should know about the people we don't know' veitir öfluga naflaskoðun á samskiptum okkar við ókunnuga og hvers vegna þau fara oft úrskeiðis.

Ownership, inspiration and impact

Fann upp snakkið Flamin´ Hot Cheetos; fv. varaforseti Multicultural Sales & Community Activation, PepsiCo N-Ameríku; mannvinur; rithöfundur.

Sem húsvörður hjá Frito-Lay, snemma á ferlinum, fékk hann snjalla hugmynd að Flamin´ Hot Cheetos snakkinu, milljarða dollara viðskiptahugmynd. Sem leiðtogi hjá PepsiCo vakti hann athygli fyrir framsýna leiðtogafærni, uppfinningar og skuldbindingu gagnvart fjölmenningu.
Lestu áfram..
Hann hefur verið einn af áhrifamestu S-Ameríkumönnum í fyrirtækjaheimi gjörvallrar Ameríku og sá eini sem hefur fjórum sinnum fengið PepsiCo formannsverðlaunin, æðsti heiður sem veittur er á sviði frammistöðu og vinnusiðferði. Hann hefur fengið umfjöllun í The Washington Post, Vanity Fair, Fortune, Newsweek og víðar. Nýja bókin hans heitir Flamin´ Hot: The Incredible True Story of One man´s Rise from Janitor to Top Executive.
Image
Richard Montañez
Image
Dr. Francesca Gino

Rebel Talent

Félags- og atferlisfræðingur, rithöfundur og prófessor við Harvard Business School.

Dr. Francesca Gino er prófessor við samninga,- stofnana- og markaðsdeild Harvard Business School. Hún er þekkt fyrir rannsóknir og kennslu á afkastahvetjandi, skapandi og innihaldsríku lífi. Hún er eftirsóttur ráðgjafi og fyrirlesari. Meðal fyrirtækja sem hún hefur liðsinnt eru Disney, Honeywell, Novartis, og Bandaríkjaher.
Lestu áfram..
Rannsóknir dr. Gino hafa verið birtar í The Economist, Harvard Business Review, Scientific American and Psychology Today og víðar. Hún hefur verið heiðruð sem ein af 40 bestu viðskiptaprófessorum undir fertugu og í hópi 50 áhrifamestu stjórnunarhugsuða af Thinkers50. Í nýjustu bókinni hennar, Rebel Talent, segir hún frá rannsókn á hvers vegna það borgi sig að brjóta reglur í vinnu og lífinu.

Find your Groove

Stofnandi & forstöðumaður í Life Church

Albert Tate er stofnandi Fellowship Church, einni hröðustu vaxandi fjölþjóða-kirkju Bandaríkjana. Hann byrjaði þjónustu sína sem forstöðumaður nokkurra fjölskyldna í lítilli heimakirkju í Mississippi og þar á eftir hinni þekktu Lake Avenue Church í Pasadena, Kaliforníu.
Lestu áfram..
Eftir að hann heyrði kall Guðs stofnuðu Albert og kona hans, LaRosa, Fellowship Monrovia í janúar 2012. Á stuttum líftíma sínum hefur þessi Gospel-miðjaða, fjölþjóðlega kirkja margra kynslóða þegar fest sig í sessi sem lífsbreytandi kirkja Krists. Sem hrífandi boðberi hefur Tate ástríðu fyrir því að deila orði Jesú Krists bæði í sinni kirkju og um allan heim. Með blöndu sögumanns og góðum húmor nýtur Tate þess að segja frá elsku Guðs í kirkjum, skólum og á ráðstefnum.
Image
Albert Tate
Image
Guðrún Hafsteinsdóttir

Taktu áskorun!

Nýjörinn alþingismaður, fyrrum framkvæmdastjóri/markaðsstjóri Kjöríss, fyrrum formaður samtaka iðnaðarins

Guðrún Hafsteinsdóttir er nýkjörinn alþingismaður í Suðurkjördæmi. Hún hefur lengst af starfað í fjölskyldufyrirtækinu Kjörís, tók þar við stöðu framkvæmdastjóra 23 ára gömul þegar faðir hennar lést en frá 2008 hefur hún verið markaðsstjóri Kjöríss. Guðrún var formaður Samtaka iðnaðarins 2014-2020.

Lestu áfram..
Guðrún hefur mikið látið að sér kveða á opinberum vettvangi. Hún hefur setið í stjórn Samtaka atvinnulífsins, Háskólans í Reykjavík, Bláa Lónsins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og er formaður Landsamtaka lífeyrissjóða frá árinu 2018.
Guðrún hefur tvær gráður frá HÍ; mannfræði (BA) og dimplómagráðu í jafnréttisfræðum.

Ábyrgðin byrjar hjá þér

Eigandi, framkvæmdastjóri og þjálfari hjá SAGA Competence
Sigríður Indriðadóttir rekur fyrirtækið Saga Competence sem sérhæfir sig í heildstæðri árangursstjórnun einstaklinga og fyrirtækja. Sigríður er fyrirlesari, stjórnendamarkþjálfi og ráðgjafi. Hún býr að víðtækri reynslu úr fyrri störfum, m.a. sem fram­kvæmda­stjóri starfs­manna­sviðs Ísland­s­pósts og mannauðsstjóri bæði hjá Mosfellsbæ og Mannviti.
Lestu áfram..
Þá hefur hún starfað við mannauðsráðgjöf hjá Reykjavíkurborg, við þjálfun í mannlegum samskiptum hjá Dale Carnegie og sem grunnskólakennari á Akranesi. Sigríður er mannauðsfræðingu (MSc) frá Lunds Universitet.
Image
Sigríður Indriðadóttir

Þú hefur áhrif!

Ef eftirfarandi orð hafa áhrif á þig þá ættir þú að tryggja þér miða!

Hvaða segja þau um GLS?

Hér eru nokkur athyglisverð ummæli um GLS frá fólki eins og þér sem hefur komið.

Samtökin GLS Íslandi

  • Blönduhlíð 26
  • 105 Reykjavík
  • Kt. 440609-1040
  • gls@gls.is

Publish the Menu module to "offcanvas" position. Here you can publish other modules as well.
Learn More.